Bolognese

Uppskriftin er fyrir 10 manns

4 stk. laukar fínt saxaðir
5 stk. hvítlauksrif fínt söxuð
1,2 kg nautahakk
1 msk. rósmarín
2 msk.óreganó
1 msk. basil
1 tsk. fennelfræ
800 g niðursoðnir tómatar saxaðir
200 g tómatkraftur
200 g sólþurrkaðir tómatar fínt skornir
500 g gulrætur fínt skornar
salt og pipar
olía
vatn

Laukurinn er svitaður, hakkinu og hvítlauknum bætt út í og brúnað.

Afganginum af hráefnunum er bætt út í og látið malla í a.m.k. hálfa klukkustund, vatni bætt út í ef þurfa þykir, saltað og piprað að smekk.

Borið fram með spaghetti eða sett saman í lasagna. Nýrifinn parmesanostur er alltaf góður með.

800 g af þurru pasta er passlegt fyrir tíu. Veljið heilhveitipasta. Ef hakk er mjög feitt er gott að brúna það aðeins, setja svo í sigti ofan við sjóðandi vatn og láta mestu fituna drjúpa úr því.