Brokkólí- og blómkálssalat með vinaigrette

Uppskriftin er fyrir 10 manns

600 g spergilkál u.þ.b. tveir stórir hausar
500 g blómkál u.þ.b. einn haus
5 msk. furuhnetur (má nota hvaða hnetur sem er, einnig ristuð sesam- eða sólblómafræ)

Spergilkál og blómkál skorið í fallega litla knúppa og snöggsoðið í söltu vatni í fimm mínútur. Tekið upp úr og snöggkælt í köldu vatni (helst klakavatni).

Sósa:
5 msk. edik (hvítvíns-, estragon-, rauðvíns-)
5 msk. gróft sinnep, má vera venjulegt dijon
½ dl ólífuolía
½ dl eplasafi
salt og svartur pipar

Öllu blandað saman og hellt yfir grænmetið þegar það er fullkalt.

Þessari uppskrift er mjög auðvelt að breyta og bæta og þarf ekki endilega að gera á þennan máta. Hægt er t.d. að setja appelsínusafa í salatið og/eða hunang, hafa annað grænmeti eða bæta við það.