Bygghjúpaður steinbítur með kapers og ólífum

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg steinbítur hreinsaður og skorinn í hæfilega bita
byggflögur fyrir panneringu (rasp)
3 stk. laukar skornir í tvennt og síðan í sneiðar
1 stk. heill hvítlaukur hreinsaður og hver geiri skorinn í tvennt
5 msk. kapers
300 g ólífur heilar
5 stk. tómatar skornir í teninga
2 stk. egg sett í skál og krydduð fyrir rasp
3 stk. sítrónur
ólífuolía
repjuolía
smjör
salt og pipar

Steinbíturinn settur í eggjalöginn og svo velt upp úr byggflögum. Passa þarf að hylja fiskinn vel.

Fiskurinn er steiktur á vel heitri pönnu í repjuolíu (rapeseed) og kryddaður með salti og pipar. Best er að fá gyllta áferð á fiskinn og að raspurinn verði stökkur.

Fiskurinn er síðan settur upp á fat og lauk, kapers, hvítlauk og ólífum bætt á pönnuna ásamt ólífuolíu og smásmjöri. Þetta er steikt þar til laukurinn er farinn að karmelast (verða brúnn), þá kemur sætubragðið svo sterkt fram. Síðan er tómötunum bætt við og aðeins hrist saman. Þetta er sett yfir fiskinn og sítrónur kreistar vel yfir.

Borið fram með soðnu grænmeti eða kartöflum.