Bygghleifur

Uppskriftin er fyrir 10 manns

4 dl bankabygg
500 g sveppir
1 stk. blaðlaukur
4 stk. hvítlauksgeirar
4 stk. sellerístilkar
6 msk. sólblómafræ
4 stk. gulrætur
2 stk. grænar paprikur
1 dl rúsínur
2 dl byggmjöl
6 stk. egg
1 msk. malað kóríander
1 búnt fersk steinselja eða 3 msk. þurrkuð
salt og pipar

Bankabyggið er soðið skv. leiðbeiningum og sveppirnir steiktir.

Síðan er allt hráefnið hakkað saman, annaðhvort í hakkavél eða matvinnsluvél (þá þarf að passa að hakka byggið ekki of lengi því þá verður það límkennt).

Allt sett í brauðform (formkökuform), álpappír yfir og bakað við 170°C í 40 mínútur, þá er álpappírinn tekinn af og bakað áfram í 10-15 mínútur. Hleifurinn látinn standa í forminu í nokkrar mínútur áður en hann er losaður úr því á fat og borinn fram.

Þetta er rosalega gott að bera fram með kartöflubátum, bökuðum með rósmarín og hvítlauk, brakandi fersku salati eða tómatsalsa. Einnig er sveppasósa eða köld kryddjurtasósa frábær með þessu.

Mjög gott er að elda þennan rétt daginn áður.