Chili con carne

Uppskriftin er fyrir 10 manns

4 stk. laukar fínt saxaðir
5 stk. hvítlauksrif fínt söxuð
olía til steikingar
2 tsk. malað broddkúmen (kúmín)
2 msk. möluð kóríanderfræ
2 kg nautahakk
1½ kg niðursoðnir tómatar maukaðir
1 stk. kanilstöng
300 g gulrætur skornar í ½ cm teninga
2 tsk. chiliduft
5 msk. sítrónu- eða limesafi ferskur eða niðursoðinn
salt og pipar

Laukur svitaður, hvítlauk bætt út í ásamt gulrótum, broddkúmeni (kúmíni) og kóríanderfræi, svitað áfram. Hakki bætt við og steikt aðeins áfram.

Tómatar og kanill sett saman við og látið malla undir loki í klukkustund, vatni bætt í ef þurfa þykir.

Saltað og kryddað með chilidufti eftir smekk og sítrussafa bætt við í lokin – hann setur punktinn yfir i-ið.

Borið fram með guacamole, sýrðum rjóma og grjónum og gjarnan salatblöðum.

Gott er að gera mikið af þessum rétti í einu, taka afganginn og setja í tortillakökur ásamt osti og vefja upp í burrito. Það má frysta því gott er að geta gripið til þess á erfiðum degi. Einnig er hægt að skipta kjötinu út og nota soðnar nýrnabaunir í staðinn.