Fiskbollur

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1,2 kg fiskur hakkaður
200 g heilhveiti eða hveiti
3 stk. laukar saxaðir
3 msk. dijonsinnep
5 dl mjólk
3 stk. egg
salt og pipar

Allt sett í hrærivélarskál og blandað vel saman og smakkað til. Þá er blandan steikt á pönnu í hæfilegum skömmtum og síðan klárað í ofni.

Það má krydda þetta til á margan máta, t.d. setja kapers og ólífur eða karrí. Einnig má sleppa mjólkinni og setja minna hveiti í deigið eða sleppa því.