Fituminni franskar

Kartöflurnar eru skornar í strimla, ef þær eru nýjar er algjör óþarfi að afhýða þær. 

Velt upp úr ólífuolíu, bara nokkrum matskeiðum.

Kryddaðar með salti og pipar og jafnvel uppáhalds ítalska kryddinu þínu.

Smellt í 200°C heitan ofn í 15-20 mínútur.

Gott er að hafa smjörpappír undir í ofnskúffunni til að uppvaskið verði þægilegra.