Fyllt paprika

Uppskriftin er fyrir 10 manns

10 stk. meðalstórar paprikur (blandaðir litir) skornar í tvennt
10 stk. tómatar fínt skornir
1 stk. kúrbítur skorinn í litla teninga
1 stk. rauðlaukur fínt skorinn
200 g ólífur
200 g fetaostur í teningum
4 stk. brauðsneiðar rifnar gróft
salt og pipar eftir smekk
smá ólífuolía

Paprikan skorin til helminga og hún kjarnhreinsuð.

Afganginum af hráefninu blandað í skál og skipt á milli paprikuhelminganna.

Bakað við 200°C í um 15 mínútur og borið fram. Þetta er flottur grænmetisforréttur eða hluti af hlaðborði.

Það má setja saman alls konar blöndu í paprikuna, t.d. afganga af öðrum réttum, og krydda það saman, eins er gott að setja ost yfir og baka með.