Grænmetis-lasagna

Uppskriftin er fyrir 10 manns

400 g niðursoðnir tómatar t.d. í teningum
1 stk. laukur fínt saxaður
2 stk. hvítlauksgeirar
10 g basil ferskt (1 tsk. þurrkað)
svartur pipar
vatn
10 stk. lasagna-blöð eða tvö heil gastró-blöð
3 stk. kúrbítur (zucchini) skorinn í teninga
3 stk. paprika skorin í teninga
5 stk. gulrætur skornar í teninga
4 stk. tómatar skornir í báta
1 tsk. bergmynta (óreganó)
1 stk. hvítlauksgeiri
salt og pipar
500 g kotasæla
3 dl rifinn ostur
olía

Laukurinn er svitaður í potti ásamt 2 hvítlauksgeirum, basil og pipar.

Niðursoðnu tómötunum er bætt út í ásamt smávatni. Suðunni er hleypt upp og potturinn settur til hliðar.

Kúrbítur, paprika og gulrætur steikt á pönnu þar til mýkist.

Tómötunum bætt við ásamt 1 hvítlauksgeira, bergmyntu, salti og pipar og smávatni.

Raðað til skiptis í eldfast fat lasagna-blöðum, grænmeti og tómatsósu. Endað á kotasælu og osti.

Bakað við 150°C í um 45 mínútur eða þar til toppurinn er gullinbrúnn.

Hægt er að elda allt í lasagna daginn áður, passa þarf að kjarnhitinn fari örugglega yfir 75°C í miðjunni við hitun. Hér má nota ýmsa grænmetisafganga og jafnvel blanda smákjöti og jafnvel fiski með. Lasagna er alltaf gott að bera fram með salati, brauði og pestó.


Uppskriftasafn       Prenta síðu