Grænmetis-tortilla með osti

Uppskriftin er fyrir 10 manns

4 stk. paprikur (blandaðir litir) skornar í sneiðar
2 stk. rauðlaukar skornir í þunnar sneiðar
2 stk. kúrbítar skornir í sneiðar
½ stk. blaðlaukur skorinn í sneiðar
500 g soðin hrísgrjón
500 g rifinn ostur 17%
10 stk. tortillur mjúkar
400 g súrsæt sósa eða sterk tómatsósa

Grænmetið er skorið og léttsteikt á pönnu, blandað saman við tómatsósuna (eða súrsætu sósuna).

Þessu er dreift jafnt á tortillurnar ásamt hrísgrjónum og rifnum osti. Bakað opið í ofni. Síðan er tortillan brotin saman og borin fram með salati og sýrðum rjóma, 10%.

Einnig er gott að nota kjötafganga í þennan rétt.