Grís í súrsætri sósu

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg grísagúllas
½ dl eplaedik
2 dl tómatkraftur
2 dósir ananas ósykraður (400 ml)
2 stk. laukar, fínt saxaðir
50 g engifer, fínt saxað
5 stk. hvítlauksrif
3 stk. paprikur, fínt skornar
½ dl sojasósa
½ l vatn
salt og pipar

Kjötið og laukurinn brúnað á djúpri pönnu. Afganginum af hráefninu bætt út á pönnuna og látið malla við vægan hita þar til kjötið er fulleldað.

Saltað og piprað að smekk.

Borið fram með steiktu grænmeti og soðnum brúnum hrísgrjónum.