Grís í teriyaki

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg grísakjöt
1 dl teriyakisósa
3 stk. hvítlauksgeirar marðir
1 msk. engifer fínt saxað

Fyrst er gerð marínering úr teriyakisósu, hvítlauk og engifer. Kjötið er svo skorið í sneiðar eða teninga og lagt í maríneringuna í 1-2 klst., ekki lengur, af því að sósan er sölt.

2 stk. rauðlaukar sneiddir
2 msk. engifer fínt saxað
300 g paprika sneidd
300 g sveppir
300 g strengjabaunir
ristuð sesamolía til steikingar

Kjötið er síðan brúnað á pönnu og tekið til hliðar.

Rauðlaukurinn steiktur á pönnu með sesamolíu, og afganginum af grænmetinu bætt út í.

Kjötinu bætt saman við ásamt þeirri maríneringu sem eftir er, svo fulleldað með grænmetinu.

Borið fram með hýðishrísgrjónum eða núðlum sem gott er að bragðbæta með sömu maríneringu og er á grísakjötinu.

Að sjálfsögðu má láta gamminn geisa í meðlætishugmyndum.