Grískt pastasalat

Uppskriftin er fyrir 10 manns

600 g soðið heilhveitipasta
1 kg tómatar (kirsuberja- eða venjulegir)
400 g fetaostur skorinn í bita
2 stk. litlir rauðlaukur fínt saxaðir
30 stk. góðar ólífur
ítölsk steinselja eða venjuleg söxuð
sítrónusafi
ólífuolía
salt og pipar

Ef tómatarnir eru stórir eru þeir skornir í báta en ef um er að ræða kirsuberjatómata þá eru þeir skornir
í tvennt.

Öllu blandað saman og smakkað til.