Gulrótarkaka

Eitt stórt hringform

Deig:
4 stk. egg
100 g púðursykur og/eða hrásykur
230 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
375 g rifnar gulrætur
1 stk. banani
salt
⅓ tsk. kardimommudropar

Egg og sykur hrært saman þar til létt og ljóst.

Hveitið ásamt lyftidufti og matarsóda sigtað saman við.

Blandað saman við rifnar gulræturnar og maukaðan bananana, kryddað með salti og kardimommum.

Bakað við 180°C í 30-40 mínútur eða þar til tilbúið.

Krem:
200 g rjómaostur
75 g döðlur
vatn
sítrónusafi
kanill af hnífsoddi

Döðlurnar eru soðnar í smá vatni þar til þær verða maukaðar, þá eru þær kældar.

Maukað saman í matvinnsluvél rjómaosti, döðlumauki, nokkrum dropum af sítrónusafanum
og kanilnum. Ekki vinna þetta of lengi í matvinnsluvélinni þá verður þetta of þunnt.

Smurt ofan á kalda gulrótarkökuna.