Gulrótarsúpa með appelsínusafa

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1 kg gulrætur skornar í teninga
2-3 stk. meðalstórir laukar saxaður
5 stk. hvítlauksrif skorin í sneiðar
2 tsk. anísfræduft (fæst hjá flestum heildsölum)
2 msk. túrmerik, má vera karrí
3 tsk. malað kóríanderfræ
50 g engifer saxað
chiliduft eða pipar eftir smekk
salt og pipar
1 l appelsínudjús (má vera ananasdjús eða annar djús)
2 l vatn

Allt grænmetið ásamt kryddi er sett í pott og léttsteikt (gyllt) í olíu og kryddað með salti og pipar.  Þegar þetta er orðið passlega mjúkt er appelsínusafa og vatni bætt í og látið malla í 35 mínútur. Þá er töfrasprotinn settur í pottinn og blandað saman. Þetta er síðan smakkað til með salti og pipar.

Það má nota sætar kartöflur eða rauðrófur í staðinn fyrir gulrætur og einnig setja kóríander eða steinselju í lokin. Eins er mjög gott að splæsa myntu í þessa súpu til að fá smábragðaref og til að gera hana mýkri er sniðugt að nota kókosmjólk, hún gefur góða fyllingu.