Gúrku- og melónusalat1 stk. gúrka
½ stk. melóna, t.d. kantalópa
2 stk. tómatar
½ stk. rauðlaukur, lítill, fínt saxaður
½ msk. kóríander frosið (½ búnt ferskt)
4 msk. ólífuolía
2 stk. lime eða sítrónur (safinn)
salt, pipar og cayennepipar
graslaukur til skreytingar

Grænmetið er skorið í fallega bita, söxuðum lauk og kóríander stráð yfir. Olíu, lime-safa og kryddi hrært saman og hellt yfir.

Gott er að gera þetta salat með smáfyrirvara, hræra upp í því fyrir framreiðslu og skreyta með nýskornum graslauk.