Hafragrautur gerður úr mjólk

450 g haframjöl
2,3 l mjólk
2 tsk. salt

Mjólk, salt og mjöl sett yfir til suðu og hrært stöðugt í með písk (þeytara) þar til suðan kemur upp. Látið sjóða í 50 sekúndur og grauturinn er tilbúinn! Í hann má einnig bæta eplabitum ef vill eða nota í hann hreina ab-mjólk. Svo klikkar aldrei að setja kanil á hann og mjólkurdreitil.