Haustsúpa með korni og baunum

Uppskriftin er fyrir 10 manns

150 g ósoðið bygg
400 g gulrætur skornar í teninga
400 g kartöflur skornar í teninga
400 g rófur skornar í teninga
400 g laukar fínt saxaðir eða skornir í fín lauf
400 g næpur skornar í teninga
400 g seljurót skorin í teninga
400 g sellerístönglar skornir í passlegar sneiðar
2 pk. súpujurtir
3 tsk. tímían
1 bt. steinselja söxuð eða þurrkuð steinselja
salt og pipar eftir smekk
olía
4 l vatn


Laukur og bygg ásamt salti, pipar og tímían sett í pott og svitað í olíu.

Síðan er vatninu hellt yfir og súpujurtum bætt í. Þetta er soðið í u.þ.b. 20 mínútur. Þá er öllu grænmetinu bætt í og soðið í aðrar 20 mínútur eða svo. Að lokum er steinseljunni bætt út í og smakkað til með salti og pipar.

Það má skipta út grænmetinu í þessari súpu eftir því hvað er til, setja linsubaunir eða hrísgrjón í hana eða hafa meira eða minna af hverri tegund.  Niðursoðnir tómatar eru sniðugir, karrí og einnig má setja kjöt í súpuna og gera hana þá matarmeiri.