Heilhveitibrauð

Uppskriftin miðast við 10 manns

1 kg heilhveiti
1 dl byggmjöl
1 dl sólblómafræ
½ dl sesamfræ
5 msk. lyftiduft
1½ msk. natrón
1 msk. salt
vatn

Þurrefnunum blandað saman og vatni bætt rólega út í þar til deigið er á þykkt við vöffludeig. Athugið að deigið þarf að hræra í a.m.k. sjö mínútur.

Sett í smurð jólakökuform – þrjú stykki miðað við eins lítra form – og fyllt að 2/3 hlutum, álpappír settur yfir formin.

Bakað við 200°C með loki í 25 mínútur, svo lækkað niður í 150°C og bakað áfram í 20 mínútur. Þá er álpappírinn tekinn af formunum og bakað áfram á 150°C í 20 mínútur.