Hnetuvindill

15.9.2014

Uppskriftin miðast við 10 manns

200 g valhnetur
100 g döðlur
100 g þurrkuð epli
½ tsk. kanill
10 g engifer saxað (má nota ½ tsk. þurrkað)
3 msk. vatn
8-10 bl. fílódeig eða smjördeig flatt út
2 msk. hunang
1 tsk. heitt vatn

Valhneturnar ristaðar við 170°C í 5-7 mínútur, síðan saxaðar fínt. Döðlur, epli og engifer saxað niður. Sett í pott ásamt kanil, vatni og ¾ af hnetunum. Hitað við miðlungshita þar til orðið að þykku mauki og tekið af hita.

Fílódeigið skorið niður í búta, u.þ.b. 10x6 cm. Teskeið af maukinu sett á hvern bút, kantarnir penslaðir með pínu vatni. Vafið upp í eins konar fingur/vindil með lokaðar hliðar. Sett á bökunarplötu með smjörpappír. Hunangi og heitu vatni hrært saman og hver fingur penslaður, afganginum af hnetunum stráð yfir. Bakað við 200°C í 12-15 mínútur eða þar til gullið. Látið kólna. Geymt í loftþéttu íláti. Þetta má líka frysta.