Hollar súkkulaðibitakökur

125 g heslihnetur
25 g gott kakóduft
1 tsk. lyftiduft
125 g 70% súkkulaði
85 ml ólífuolía
300 g döðlur
2 stk. egg
1 tsk. vanilluduft
300 g 70% súkkulaði skorið niður eða saxað

Döðlurnar lagðar í bleyti í klukkutíma. Heslihnetur malaðar fínt í matvinnsluvél, síðan er kakó og lyftiduft sett út í. 125 grömm af súkkulaðinu brædd yfir vatnsbaði, vatninu hellt af döðlunum og þær settar út í með ólífuolíu í matvinnsluvél, síðan er eggjum, vanillu og bræddu súkkulaði bætt út í.

Deiginu er nú hellt í skál og saxaða súkkulaðinu hrært varlega saman við það. Mátulegur skammtur settur á bökunarplötu, u.þ.b. tvær matskeiðar, það ættu að koma 15-20 kökur út úr þessu. Bakað við 180°C í 10-15 mínútur.