Hristingur

(lykilatriði að eiga góðan blandara)

1 kg hreint skyr, bláberja- eða blandað
3 stk. bananar (bara betra að hafa þá vel þroskaða, verður sætara)
3 dl mangó (er til frosið, best að hafa það svoleiðis)
8 stk. klakar

Öllu blandað saman. Þetta er keyrt saman, fyrst rólega, svo sett á fullan hraða og blandað þangað til þetta er vel fljótandi. Sett í glös.

Þetta geymist vel í kæli yfir daginn – gott að eiga til að grípa í.

Vinsælt er að nota banana í hristing í grunninn, svo er rosalega gott að breyta til og nota t.d. bláber og jarðarber sem eru frábær í þessa drykki. Einnig má nota fræ og hnetur eða setja múslí í drykkinn og hræra það með til að fá trefjar í hann – þetta er konfekt!