Indverskt kjúklinga- og grænmetiskarrí

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 stk. rauðlaukar saxaðir
4 stk. hvítlauksgeirar saxaðir
4 cm engifer hreinsað og saxað smátt
2 msk. karríduft
2 msk. kóríander malað
½ tsk. cayennepipar
1 dós niðursoðnir tómatar maukaðir
800 g kartöflur skornar í 2,5 cm bita
1 stk. blómkálshaus skorinn í knúppa
500 g spínat ferskt eða frosið
800 g elduð kjúklingalæri
2 stk. paprikur skornar í bita, hvaða litur sem er
salt og pipar
olía

Olían hituð í potti og laukur, hvítlaukur og engifer sett út í. Eldað þangað til það er gyllt.

Öllu kryddi bætt við og hrært vel saman, eldað í nokkrar mínútur.

Tómötum og 2-3 dl af vatni bætt í, þá kartöflum, blómkáli og kjúklingi.

Blandað vel saman og eldað í 15 mínútur og hrært reglulega á meðan. Papriku bætt við og eldað í fimm mínútur. Ef vill má setja meira vatn, þá er því bætt við núna, síðan er spínatið sett í.

Borið fram með naanbrauði eða pappadams (indverskar stökkar kryddkökur) og raitu (jógúrtsósa).

Þetta er ótrúlega auðveldur réttur og hægt að nota hvaða grænmeti sem er – jafnvel gera hann daginn áður og hita upp.