Indverskt kjúklingakarrí

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg kjúklingalæri skinnlaus og beinlaus, skorin í bita (eins má nota lamb eða naut)
2 stk. laukar fínt skornir
1 dl hveiti
5 stk. hvítlauksgeirar, fínt skornir
50 g engifer, fínt saxað
3 msk. karrí
800 ml kókosmjólk
3 stk. græn epli, skræld og skorin í litla teninga
salt, pipar og cayennepipar

Laukurinn svitaður á pönnu, kjúklingurinn steiktur og hveiti og karríi stráð yfir, steikt aðeins áfram.

Hvítlauk, engifer og kókosmjólk bætt saman við, látið malla yfir rólegum hita þar til kjötið er tilbúið, þá eru eplin sett út í, saltað og piprað og styrkt með cayennepipar ef vill.

Ef annað kjöt en kjúklingur er notað gæti þurft að bæta út í meiri vökva.

Borið fram með bökuðu grænmeti og grjónum, jafnvel indverska bauna-dalinu.