Indverskur baunadal

Uppskriftin er fyrir 10 manns

700 g linsur rauðar
2 stk. laukar
2 l vatn
4 cm engifer fínt saxað
1 tsk. túrmerik malað
1 tsk. salt
4 stk. hvítlauksrif fínt söxuð eða marin
2 tsk. kúmín malað
2 tsk. kóríanderfræ möluð
½ tsk. chili
2 msk. kóríander saxað til skreytingar
olía

Linsubaunirnar skolaðar vel.

Laukurinn saxaður og svitaður í potti ásamt hvítlauknum og kryddinu.

Linsunum smellt út í ásamt vatninu.

Suðunni hleypt upp og hrært vel, hitinn lækkaður og látið malla í um 40 mínútur og hrært reglulega í á meðan.

Má gjarnan skreyta með fersku kóríander og bera fram með góðu brauði, raitu og einhverjum indælum indverskum mat.