Kalkúnabringur í sinnepsmaríneringu

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg kalkúnabringa

Sinnepsmarínering:
1 dl dijon-sinnep
½ dl eplasafi
3 stk. hvítlauksgeirar, saxaðir
½ dl olía
1 msk. rósmarín
1 msk. tímían
pipar

Maríneringin blönduð og bringan látin liggja í a.m.k. 12 klukkustundir.

Kjötið brúnað á pönnu og klárað í ofni við 110°C í tvær klukkustundir eða þar til kjarnhiti hefur náð 75°C.

Bringan látin hvíla áður en hún er skorin líkt og aðrar stórsteikur.

Ristað rótargrænmeti og sætkartöflumús er stórgott með kalkúni.