Kartöflu- og baunabuff með blaðlauk

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1 kg kartöflur bakaðar
2 stk. blaðlaukar skornir og þvegnir
6 stk. hvítlauksgeirar saxaðir
300 g nýrnabaunir settar í bleyti yfir nótt og soðnar (má sleppa)
2 msk. kóríanderduft
ferskt kóríander
150 g ostur cheddar eða sterkur gouda (má sleppa)
múskat, pipar og salt
1 stk. chilipipar ferskur

Kartöflurnar eru stappaðar gróft eða hakkaðar ásamt smáhluta af baunum. Múskat, pipar og salt sett saman við. Passið að stappa kartöflurnar meðan þær eru heitar, annars verða þær límkenndar.

Blaðlaukur og hvítlaukur svitaður í potti ásamt kóríander og chili, svo er afganginum af baununum blandað í.

Osti er blandað saman við og smakkað til.

Þetta er svo hnoðað í passlega buffstærð, steikt á pönnu og að lokum sett í ofn.

Það má krydda þetta á margan máta, t.d. með karríi, og einnig skera annað grænmeti og hafa það í litlum teningum í til að fá smábit. Þá má sleppa því að nota baunirnar og setja í staðinn rótargrænmeti í teningum. Til hátíðabrigða er mjög gott að skipta út 1/3 af kartöflunum fyrir sætar kartöflur.