Kartöflu- og spínatkaka

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1½ kg bökunarkartöflur skornar í 3 mm sneiðar
450 g spínat ferskt eða frosið
4 stk. egg
200 g rjómaostur
250 g sýrður rjómi 10%
4 msk. gróft sinnep
50 g kryddjurtir, t.d. steinselja, estragon og graslaukur
salt og pipar
olía

Bökunarpappír er settur í botninn á 25 cm lausbotna kökuformi eða í hálfan gastróbakka.

Kartöflurnar eru kryddaðar með salti og pipar, sett smáolía á þær og þær bakaðar í bakkanum.

Kældar lítillega þegar þær eru tilbúnar.

Hrært saman rjómaosti, sýrðum rjóma, sinnepi, eggjum og fínt söxuðum kryddjurtum ásamt spínatinu. Smakkað til.

Þessu blandað saman við kartöflurnar og sett í form eða gastróbakka, bakað við 170°C í 40 til 50 mínútur eða þar til lögurinn hefur samlagast.

Það má að sjálfsögðu klæða formið með smjördeigi og gera það sparilegra. Einnig má setja fleiri tegundir af grænmeti í bökuna, t.d. sætar kartöflur, kúrbít, gulrætur eða brokkólí.