Kartöflumús með hvítlauk

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1½ kg kartöflur skrældar og hlutaðar gróft niður
6 stk. hvítlauksgeirar skornir í þunnar sneiðar
3 dl mjólk
salt og pipar

Kartöflur eru soðnar og síðan stappaðar með gaffli eða kartöflustappara.

Á meðan kartöflurnar eru að sjóða eru mjólkin og hvítlaukurinn sett yfir suðu.

Þegar hvítlaukurinn er orðinn mjúkur í mjólkinni er því hellt yfir kartöflurnar og hrært saman og smakkað til.

Einnig má nota rjóma, en bara spari. Svo er mjög gott að setja tímían eða rósmarín með í vökvann til að gefa aukið bragð. Ferskar jurtir eru alltaf góðar – steinselja myndi gera helling fyrir þessa stöppu!