Kartöflusúpa með kjúklingi

Uppskrift fyrir 10 manns

2-3 stk. meðalstórir laukar saxaðir
500 g kjúklingabringur eða -læri skorin í 2-3 cm bita
900 g bökunarkartöflur skornar smátt (8 frekar stórar)
1 tsk. tímían
4 stk. lárviðarlauf
1 tsk. kóríanderfræ möluð
svartur pipar
3 l vatn
salt
½ búnt steinselja eða þurrkuð

Laukurinn er léttsteiktur í potti með kjúklingi ásamt tímían, lárviðarlaufum, kóríanderfræjum og pipar. Kjúklingurinn er síðan tekinn upp úr pottinum og settur til hliðar.

Kartöflum og vatni bætt út í. Soðið í a.m.k. 30 mínútur, þá maukað með töfrasprota og smakkað til með salti og saxaðri steinselju. Ef töfrasproti er ekki til má sjóða súpuna lengur og slá kartöflurnar í sundur með pískara.

Kjúklingnum er síðan bætt við og soðið rólega í 10 mínútur.

Einnig má sjóða kjúklinginn með allan tímann og píska súpuna ef vill. Hægt er að setja mjólk eða kókos í hana og breyta kryddi, setja t.d. karrí.