Kjúklingabaunakæfa (hummus)


Uppskriftin miðast við 10 manns

1 kg soðnar kjúklingabaunir
50g tahini
3 stk. hvítlauksgeirar saxaðir
½ dl sítrónusafi
½ dl vatn
½ msk. salt
2,5 tsk. pipar svartur
½ tsk. cayennepipar (eða eftir smekk)
½ dl ólífuolía

Allt maukað saman í matvinnsluvél. Magn vatns og krydds fer eftir smekk. Gott að setja í skál og hella smá ólífuolíu yfir og pínu cayennepipar til að fá smálit.

Þetta er frábært í tortillur, með öllu brauði, sem meðlæti með öllum mat og súpum.