Kjúklingasalat með hraði

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1,3 kg kjúklingur eldaður, bringur, læri eða heill kjúklingur
2 stk. salathausar hreinsaðir (t.d. iceberg,
blandað salat eða spínat)
2 stk. paprikur (grænar og rauðar) skornar í litla teninga
200 g ólífur
1 stk. agúrka skorin í litla teninga
4 stk. tómatar skornir í báta
aïoli-dressing (notið varlega)
sinnepsdressing (notið varlega)
salt og pipar
5 msk. sesamfræ
ostur ef vill

Kjúklingurinn er skorinn í huggulegar sneiðar, allt sett í stóra skál, blandað saman og kryddað til.

Það má setja miklu meira af kryddi í þennan rétt og grænmeti, t.d. lárperu (avókadó) og lauk eða bara það sem er til.