Kjúklingur í tandoori-kryddi

Uppskriftin er fyrir 10 manns

Marínering:
2 kg kjúklingalæri skinnlaus og beinlaus
2 tsk. cayennepipar sléttfullar (farið varlega)
1 msk. paprikuduft
8 msk. sítrónusafi
salt

Sósa:
400 g jógúrt eða ab-mjólk
2 msk. paprikuduft
40 g fínt saxað engifer
6 stk. hvítlauksgeirar fínt saxaðir
4 msk. sítrónusafi ferskur eða niðursoðinn
5 msk. garam masala-kryddblanda

Sítrónusafa og cayennepipar ásamt smásalti blandað saman við kjúklinginn. Þetta er látið marínerast í 30 mínútur.

Jógúrti og afganginum af hráefninu blandað saman og hellt vel saman við kjúklinginn. Látið liggja í þrjár klukkustundir í kæli.

Eldað við háan hita, 200°C í það minnsta, í opnu formi í u.þ.b. 30 mínútur, passið að kjúklingurinn hafi náð 75°C í kjarnhita.

Soðið sem kemur af kjúklingnum er mjög gott að setja í skál eða pott og hræra saman með töfrasprota. Þá keyrist sósan saman og verður léttari og auðvelt er að bæta í hana kryddi eða öðrum vökva ef vill.

Snilldarmeðlæti er kókossoðin hrísgrjón með gulrótum og engiferisalat með fersku grænmeti og jógúrtsósa.