Klassískt penne carbonara

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1 kg þurrkað penne-pasta
20 stk. beikonsneiðar skornar í strimla
ólífuolía
10 stk. eggjarauður
2 dl rjómi
250 g parmesanostur rifinn
salt og svartur pipar

Pastað soðið í söltu vatni þar til það er tilbúið (skoðið tímann á pakkanum).

Á meðan er beikonið steikt rólega á pönnu þar til það verður stökkt.

Eggjarauðurnar eru svo handþeyttar létt í skál með rjóma og parmesan.

Þegar pastað er soðið er allt vatn sigtað frá, pastanu skellt strax saman við beikonið og síðan er eggjablandan sett saman við.

Ef pastað er enn frekar heitt eldast eggjablandan og þetta verður silkimjúkt.

Gott að krydda aukalega með svörtum pipar og parmesan.