Kryddjurtasósa

1 dl ferskt basil
1 dl fersk steinselja
2 stk. hvítlauksgeirar
1 stk. lime (safinn)
1 dl ólífuolía
2 dl eplasafi
2 msk. dijon-sinnep
200 g sýrður rjómi
salt og pipar

Allt sett í blandara nema sýrði rjóminn og hakkað saman. Sýrða rjómanum er blandað rólega saman við í lokin.

Það er gott líka að setja mjúkt tófú út í svona kryddjurtasósur í staðinn fyrir sýrðan rjóma, það gefur góða fyllingu og mýkt.