Kúskús-salat með grænmeti

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1 stk. laukur skorinn í sneiðar
1 tsk. túrmerik
2 cm engifer saxað
pínu chiliduft eða cayennepipar
2 stk. hvítlaukar saxaðir
2 stk. gulrætur skornar í bita
250 g brokkólí skorið í litla knúppa
250 g blómkál skorið í litla knúppa
2 msk. tómatkraftur
600 ml kúskús
600 ml vatn eða grænmetissoð
50 g rúsínur
1 stk. kúrbítur skorinn í sneiðar
6 stk. tómatar skornir í bita (mega vera niðursoðnir tómatar)
steinselja söxuð
möndlur eða cashew-hnetur
sítrónusafi (ef hentar)
ólífuolía (ef hentar)
1 stk. kanilstöng

Til að gera þetta á sem einfaldastan hátt er best að svita lauk, engifer, hvítlauk, kanil, chili
og tómatkraft, setja svo túrmerik út í ásamt gulrótum, brokkólí, blómkáli, rúsínum og kúrbít.
Vatn sett yfir og suðan látin koma upp. Kúskús sett í og potturinn tekinn af eldavélinni, lok sett á og geymt í fimm mínútur. Hrært upp með sleif til að létta salatið.

Þá er tómötum, steinselju og möndlum bætt við og e.t.v. smásítrónusafa og smáólífuolíu. Borið
fram heitt eða kalt.

Þegar kúskús er notað er viðmiðunarreglan sú að það er sama magn af vatni og kúskús, t.d. einn lítri af kúskús á móti einum lítra af vatni. Mjög áríðandi er að setja kúskúsið ofan í sjóðandi vatnið og taka pottinn strax af hitanum, setja hann til hliðar með loki á og leyfa honum að standa í 3-5 mínútur. Taka þá sleif og hræra í pottinum til að leysa kúskúsið upp.