Lambaskankar með beini

Uppskriftin er fyrir 10 manns

10 stk.lambaskankar (a.m.k. 3½ kg)
2 stk. laukar gróft skornir
½ kg gulrætur gróft skornar
½ kg seljurót gróft skorin
½ kg steinseljurót gróft skorin
1 dós tómatar heilir (400 ml)
1 stk. hvítlaukur pillaður
3 dl vatn
1 msk. rósmarín
salt, pipar og tímían
olía
sósujafnari (ef hentar)

Skankarnir eru brúnaðir á pönnu og kryddaðir.

Raðað í gastróbakka ásamt hinu hráefninu, honum lokað með álpappír og látið malla í ofni við 150°C í 2½ klst.

Skankarnir veiddir upp úr og annaðhvort er þá soðið og grænmetið borið fram saman sem meðlæti eða grænmetið tekið frá, soðið þykkt með sósujafnara og borið fram sér.

Þessi réttur er góður með hvítlaukskartöflumús u.þ.b. 1,5 kg.

Skanki með beini er með því betra sem maður fær; krafturinn sem kemur úr þessum rétti er engu líkur og best að gera bara nógu mikið af honum til að eiga í búrinu tilbúið. Maður er alltaf til í að taka einn legg og naga. – Réttur sem klikkar ekki!