Lasagna með linsum og kotasælu

Uppskriftin er fyrir 10 manns

500 g ósoðnar linsur brúnar eða puy-linsur (1.000 g soðnar)
200 g laukur saxaður
800 g niðursoðnir tómatar t.d. í teningum
6 stk. hvítlauksgeirar
50 g basil ferskt (2 tsk. þurrkað)
óreganó (bergmynta)
tímían, majoram
svartur pipar
vatn
10 pl. lasagna-blöð þurrkuð eða frosin fersk
2 dósir kotasæla
3 dl rifinn ostur

Linsurnar eru soðnar. Niðursoðnu tómatarnir eru maukaðir með töfrasprota ásamt jurtum og hvítlauk, kryddað til með salti og pipar. Sósunni blandað saman við baunir og lauk. 

Baunasósan sett fyrst í formið, svo lasagnablöð og svona til skiptis, endað á kotasælunni eða hún sett á milli líka. Allra síðast fer svo osturinn ofan á réttinn.

Bakað við 150°C í um 45 mínútur eða þar til toppurinn er gullinbrúnn.

Hægt er að elda allt í lasagna daginn áður, passa þegar það er hitað að kjarnhitinn fari örugglega yfir 75°C í miðjunni.

Lasagna er alltaf gott að bera fram með salati og brauði. Það er líka frábært að bera fram góða aïoli-sósu eða pestó.

Þetta er bara ein hugmynd að lasagna, notið hugmyndaflugið og það sem leynist í ísskápnum og eldhúshirslunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um hversu mörg lög eiga að vera í lasagna, myndið ykkar eigin skoðun og rökstyðjið að svona sé þetta í sveitahéruðum Ítalíu!