Maísbrauð

Uppskriftin miðast við 10 manns

5 stk. egg
1 l súrmjólk
1 dl olía
15 g salt
50 g hrásykur
500 g maísmjöl (pólenta)
600 g hveiti
70 g lyftiduft
500 g maís (lausfrystur) eða úr dós (ekki vökvi með)

Öllu hrært saman. Bakað í gastróbakka, u.þ.b. 2 cm þykkt lag, við 160°C í u.þ.b. 30 mínútur þar til það verður gullinbrúnt og fallegt.