Marokkósk lambakjötssúpa

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1½ kg lambakjöt skorið í hæfilega bita
3 stk. laukar smátt saxaðir
300 g tómatkraftur
800 g niðursoðnir tómatar maukaðir
1 stk. chili ferskt eða chiliduft eða -mauk eftir smekk
3½ l vatn
5 stk. sellerístilkar skornir í sneiðar
3 dl bygg skolað upp úr köldu vatni
1 stk. sellerírót skorin í teninga
2 msk. allrahanda (allspice) malað
3 msk. kóríanderfræ möluð
salt og pipar
olía

Lambakjötið er kryddað með allrahanda, möluðum kóríanderfræjum, salti og pipar og steikt upp úr olíu í heitum potti þar til það hefur fengið á sig smálit.

Lauk, chili og tómatkrafti er bætt í pottinn og látið malla í 2-3 mínútur, hrært stöðugt.

Vatni og tómötum er hellt í pottinn ásamt afganginum af grænmetinu og bygginu. Soðið við vægan hita í 35-45 mínútur.

Smakkað til með salti og pipar.

Gott er að setja í svona súpur saxað ferskt kóríander eða saxaða steinselju. Jafnvel gefa með henni ferska sítrónu svo hver og einn geti sett smásýru – það hleypir henni á annað stig! Nota má sýrðan rjóma til að fá á hana sparisvip.