Naanbrauð

Uppskriftin miðast við 10 manns

200 g heilhveiti
600 g hveiti
8 dl ab-mjólk
2 msk. lyftiduft
salt
brætt smjör

Heilhveiti, hveiti, ab-mjólk, lyftiduft og smásalt hnoðað saman þar til það er þétt.

Flatt út þunnt eins og pítsa og sett á bökunarplötu, brætt smjör penslað yfir og bakað í ofni við 220°C í sjö mínútur. Saltað létt þegar út er komið og skorið í mátulegar sneiðar.