Nautapottréttur með malti

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1½ kg nautakjöt úr framparti skorið í grófa bita
1 dl hveiti
olía
3 stk. rauðlaukar í þykkum sneiðum
50 g beikon
5 stk. sellerístönglar sneiddir
1 l maltöl
500 g rófur í grófum teningum
500 g steinseljurót í grófum teningum
3 stk. rósmaríngreinar
500 g gulrætur í grófum teningum
500 g kartöflur í grófum teningum
½ l vatn
salt og pipar

Kjötinu velt upp úr hveiti ásamt salti og pipar (ekki henda afgangshveitinu, það fer líka í gastróbakkann). Brúnað á pönnu og síðan raðað í djúpan gastróbakka.

Laukurinn steiktur á pönnu ásamt beikoninu og bætt í bakkann. Afgangurinn af hráefninu settur í gastróbakkann, líka hveitið, og lokað vandlega með álpappír. Látið malla í ofni á 180°C í tvær klukkustundir.

Saltað og piprað eftir þörfum.

Borið fram með brauði.

Þessi réttur er upprunninn í Bretlandi þar sem dökkur bjór er notaður í sósuna.