Ofnbakað rótargrænmeti með piri piri-dressingu

Uppskriftin er fyrir 10 manns

300 g gulrætur skrældar og skornar í ½ cm sneiðar
300 g sellerírót skræld og skorin í 3x3 cm kubba
300 g rófur skrældar og skornar í 3x3 cm kubba
300 g rauðlaukur skorinn í sneiðar
300 g sætar kartöflur skornar í 3x3 cm kubba
salt og pipar

Piri piri dressing
8 stk. rauð chili, kjarnhreinsuð
½ dl sítrónusafi, nýkreistur
6 stk. hvítlauksgeirar
2 msk.paprikuduft
1 dl ólífuolía

Hráefnið í dressinguna maukað saman með töfrasprota.

Allt sett í ofnskúffu og dressingin sett yfir. Blandað saman og bakað á 170°C í tuttugu mínútur.

Það er hægt að nota aðra útgáfu af dressingu á þessa blöndu og einnig má létta grænmetið og notast við papriku, blaðlauk, kúrbít, eggaldin, ólífur og kapers.