Ofnbakaður lax

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg laxaflök hreinsuð, mega vera með roði
3 msk. dijonsinnep
3 stk. sítrónur
salt og pipar

Laxinn er kryddaður með salti og pipar og smurður með dijonsinnepi. Sítrónur skornar í sneiðar og raðað á gastróbakka, kryddaðar aðeins með salti og pipar.

Laxaflökin sett ofan á og bökuð í 10-15 mínútur við 150°C.