Ofnbakaður þorskur með pestói

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg þorskur, hreinsaður og roðdreginn
350 g pestó 
2 stk. laukar skornir í tvennt og svo í sneiðar
salt og pipar
olía
2 stk. blaðlaukar hreinsaðir og skornir í sneiðar (mega vera frosnir)
1 kg strengjabaunir ferskar eða frosnar
2 stk. sítrónur skornar í tvennt

Laukur, blaðlaukur og strengjabaunir sett í 5 cm djúpan gastróbakka og kryddað með salti, pipar og olíu.

Þorskurinn er settur ofan á og smurður með pestóinu, kryddaður með salti og pipar.

Sítrónurnar eru skornar í tvennt og settar með í bakkann.

Þetta er síðan sett í 220°C heitan ofn og eldað í 7-12 mínútur eftir þykkt fisksins.

Borið fram með soðnum kartöflum – það er nóg sósa í grænmetinu og sérstaklega þegar kreist er úr sítrónum yfir fiskinn og grænmetið.

Það má gera þetta við hvaða fisk sem er en passa að betra er að elda fisk of lítið en of mikið. Meðlætið getur líka verið breytilegt, t.d. kartöflumús og soðið grænmeti eða bakað sér.