Pestó

1 bt. basil
50 g spínat
2 stk. hvítlauksgeirar fínt saxaðir
3 dl cashew-hnetur
3 dl ólífuolía
salt og pipar

Basil, spínat, hvítlaukur og olía sett í blandara og keyrt saman þar til jurtirnar eru maukaðar, þá er hnetunum bætt í og keyrt áfram í eina til tvær mínútur.

Gott er að setja rifinn parmesanost í pestóið til að gefa því aukabragð. Þessi dressing er gómsæt á pastarétti og að smyrja þorskflak með henni og ofnbaka er hrein snilld!