Plokkfiskur

Uppskriftin er fyrir 10 manns

1,2 kg soðinn fiskur
1 kg soðnar kartöflur skornar í bita
3 stk. laukar saxaðir
1,5 l mjólk (léttmjólk)
2 dl heilhveiti
salt og svartur pipar
olía

Laukurinn svitaður og kryddaður með salti og pipar, heilhveitinu stráð yfir. Þetta er hrært saman og mjólkin svo sett rólega saman við, hrært stöðugt í. Smakkað til. Fiskur og kartöflur sett út í og hitað í gegn. Borið fram með rúgbrauði og soðnu grænmeti.

Það má krydda grunninn t.d með karríi eða gera plokkfisk úr reyktum fiski.