Rammíslensk kjötsúpa

Uppskriftin er fyrir 10 manns

2 kg súpukjöt
600 g gulrætur skornar í hæfilega bita
600 g rófur skornar í hæfilega bita
3 stk. laukar skornir í sneiðar
½ stk. hvítkálshaus skorinn í hæfilega bita
1 dl súpujurtir
600 g kartöflur skornar í bita
2 stk. blaðlaukur skorinn í sneiðar
1 stk. blómkál skorið í bita
salt og pipar
3,5 l vatn

Kjötið er sett í pott með smásalti og vatni. Suðan er látin koma upp og síðan er öll fita og froða veidd ofanaf soðinu. Soðið við vægan hita í um 30 mínútur.

Rótargrænmetinu er síðan bætt saman við og soðið í um 20 mínútur. Svo er blaðlauk, hvítkáli, blómkáli og súpujurtum bætt í og kryddað til með salti og pipar.

Það má einnig setja hrísgrjón eða soðið bygg og fer það þá í pottinn á sama tíma og rótargrænmetið. Einnig er gott að klára súpuna með saxaðri ferskri steinselju.