Ratatouille

Þessi uppskrift er fyrir 10 manns

2 stk. eggaldin skorin í 2 cm teninga
2 stk. kúrbítar skornir í 1 cm teninga
2 stk. paprikur, mega vera allir litir, skornar í 1 cm teninga
2 stk. laukar saxaðir
5 stk. hvítlauksgeirar saxaðir
2 dósir niðursoðnir tómatar maukaðir
lárviðarlauf
tímíankvistur
salt og pipar
olía

Eggaldinið er skorið í 2 cm teninga og foreldað í ofni við 200°C í sjö mínútur með salti, pipar og smáolíu. 

Hvítlaukur og laukur svitaður í potti ásamt tímían og lárviðarlaufi. 

Kúrbítur og paprika er svo sett í pottinn og svitað, kryddað með salti og pipar. 

Því næst er maukuðum tómötum bætt í, suðunni hleypt upp og smakkað til.

Gott er að bera fram með þessu brakandi ferskt salat og soðið pasta eða grjón. Eins er þetta gott meðlæti með kjötréttum.

Þessari uppskrift má breyta á alla vegu, t.d. má nota kóríanderfræ og ferskt kóríander eða bæta fersku basil og dijonsinnepi í.