Rótargrænmetissalat

Uppskriftin miðast við 10 manns

400 g gulrætur skrældar og rifnar
400 g gulrófur skrældar og rifnar
100 g klettasalat
2 dl appelsínusafi
1 dl rúsínur
½ dl ristuð sesamfræ
3 msk. hunang
2 cm engifer, saxað
½ stk. chili
1 stk. hvítlauksgeiri saxaður eða rifinn
3 msk. ristuð sesamolía
2 stk. lime (safinn)

Ræturnar og rófurnar eru rifnar og klettasalatið þrifið og skorið.

Appelsínu- og limesafinn hitaður upp að suðu ásamt rúsínum og öllu kryddinu, svo er sesamfræjum, sesamolíu og hunangi bætt saman við.

Látið snúast nokkra snúninga í matvinnsluvél og blandað saman við ræturnar.

Saltað ef vill.